Minningarkveðja frá Helgafelli

Minningarkveðja frá Helgafelli


Félagi okkar Guðni Grímsson lést fimmtudaginn 28 september s.l  eftir langvinna baráttu við erfið veikindi. Guðni var fæddur 13 nóvember árið 1934, hann gekk í skóla í Eyjum en sjórinn heillaði og tók Guðni vélstjórapróf 1954 og 1 stig Stýrimannaskólans 1960. Guðni stundaði sjómennsku til að byrja með en varð síðar Vélstjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og seinna hjá Rafveitu og Bæjarveitu Vestmannaeyja. Guðni kvæntist Esther Valdimarsdóttir árið 1956 og eignuðust þau fjóra drengi, Valdimar, Grímur, Guðni Ingvar og Bergur sem nú er félagi í Kiwanisklúbbnum Helgafelli. Guðni gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell 1971 og varð strax mjög virkur félagi og gegndi mörgum embættum og nefndarstörfum fyrir Helgafell og varð hann forseti Helgafells 1982 – 1983 og Svæðisstjóri Sögusvæðis 1988 1989. Guðni var mjög traustur og góður félagi sem mátti ekkert aumt sjá, og var ávalt tilbúinn til allra verka þegar til hanns var leitað og 

og varð þar engin breyting á þó veikindin væru farin að hrjá hann. Þá var Guðni með framúrskarandi fundarmætingu og mætti á alla viðburðir á vegum klúbbsins, og geta margir tekið Guðna sér til fyrirmyndar. Guðni tók virkan þátt í uppbyggingu húsnæðis fyrir klúbbinn og vann ötullega við framkvæmdir við fyrsta Kiwanshúsið við Njarðarstíg sem við misstum undir hraun í eldgosinu 1973, og þegar hafist var handa við nýtt núverandi húsnæði við Strandveg var Guðni mættur. Guðni var gerður að heiðursfélaga í Helgafelli 6 desember 2014 en þá var Guðni nýorðinn áttræður. Þegar undirritaður gekk í Helgafell tók Guðni mér opnum örmum og leiðbeindi  hann manni oft í Kiwanisstarfinu þar sem menn komu ekki að tómum kofanum, en Guðni hafði oft á tíðum sterkar skoðanir og lá ekki á þeim, og var óhagganlegur þegar hann hafði tekið ákvarðanir, en innst við beinið hinn ljúfasti maður sem lá ekki á aðstoð sinni ef hann gat orðið að liði. Nú kveðjum við góðann vin og Helgafellsfélaga sem við þökkum af alhug fyrir það góða starf sem hann vann fyrir klúbbinn og samfélagið okkar og ánægjulega samfylgd. Hugur okkar Helgafellsfélagar er hjá fjölskyldu Guðna sem hefur stutt hann í starfi og leik í hinu fórnfúsa starfi hanns fyrir Kiwanishreyfinguna. Elsku Esther og fjölskylda megi Guð vaka yfir ykkur og styrkja. Minning um góðann félaga og vin mun lifa. Blessuð sé minning Guðna Grímssonar

F.h Kiwanisklúbbsins Helgafells
Tómas Sveinsson