Hjálmaafhending í Hamarskóla

Hjálmaafhending í Hamarskóla


Þriðjudaginn 23. Maí komu félagar úr Helgafelli færandi hendi í Grunnskóla Vestmannaeyja.  Færðu þeir öllum nemendum í fyrsta bekk reiðhjóla hjálm til eignar.

  Með í för voru félagskonur úr slysavarndeildinni Eykyndli og aðstoðuðu þær við þrautabraut sem var sett upp á lóð skólans. Þá mættu einnig lögreglumenn sem kíktu á hjólin hjá krökkunum og svöruðu spurningum þeirra.

  Alls voru afhentir 

53 hjálmar í Eyjum, verkefnið er á landsvísu og hefur Eimskip komið myndarlega að þessu með Kiwanis hreyfingunni.

 

MYNDIR HÉR