Óvissufundur Helgafells.

Óvissufundur Helgafells.


Föstudaginn 10 febrúar var hinn árlegi Óvissufundur hjá klúbbnum okkar þar sem fundarformið er aðeins brotið upp félögum og gestum til skemmtunar. Framkvæm fundarinns er þannig að fundur er settur á venjulegum fundartíma og fram fara venjuleg fundarstörf fram að matarhléi. Stjórnin sér um þjónustustörfin og matseðli kvöldsins og yfirleitt borðað lasagna eða eithvað annað álíka fljótlegt, og að máltíð lokinni er haldið út í óvissuna. Að þessu sinni ver eingin langferðabifreið heldur verið á tveimur jafnfljótum og rölt var meðfram hafnarsvæðinu en þar er verið að taka m.a húsnæði gömlu Fiskiðunar í gegn á vegum bæjarins og austar er verið að byggja nýtt tengivirki fyrir 

Landsnet og HS veitur. Ferðinni var haldið áfram út á Skanns þar sem Vatnsveitusafnið er til húsa og þar tóku á móti á móti okkur heiðursmennirnir Ívar Atlason forstöðumaður HS veitna í Eyjum og Stefán Jónasson verkstjóri. Það var gaman að sjá sögu Vatnsveitunar í máli og myndum, en á neðri hæð hússins koma báðar vatnsleyðslurnar frá fastalendinu inn í þessa dælustöð. Þarna var boðið uppá léttar veitingar og áttu menn þarna ánægjulega kvöldstund áður en haldið var niður í Kiwanishús þar sem menn sátu að spjalli og léku snóker fram eftir kvöld.

Góður fundur og viljum við þakk Ívari Atlasyni og HS veitum fyrir góðar móttökur.

 

Myndband má nálgast HÉR