Þorrablót Helgafells 2017

Þorrablót Helgafells 2017


Í gærkvöldi laugardaginn 21 janúar var haldið Þorrablót í Kiwanishúsinu, en um hundrað og tuttugu  manns mættu á blótið félagar og gestir þeirra. Þeir eru búnir að vera önnum kafnir félagarnir í Þorrablótsnefndinni og skemmtinefnd síðastliðnar tvær vikur og mikið búið að áorka eins og árngurinn sýndi í gærkvöldi. Formaðurinn Sigvard Hammer setti fagnaðinn og fékk síðan veislustjórn í hendurnar á skemmtinefndarmanninum Ragnari Þór sem fórst starfið vel úr hendi. Boðið var uppá dýrindis þorrahlaðborð með öllu tilheyrandi sem nefndarmenn sáu alfarið um undir dyggri stjón Gríms Gíslasonar. Frábær skemmtiatriði voru í boði m.a grinsketsar, sprurningarkeppni sem var með nýju sniði en hún

var rarfræn og svarað fólk með símum sínum, skemmtilegt form, félagarnir Ragnar og Kristján léku síðan tvílimað á píanó eins og sjá má á myndbandi hér að neðan, það var síðan hljómsveitin Bakaríið frá Hveragerði sem sá síðan um að leika undir dansi fram á nótt. Frábært Þorrablólt og þökkum við öllum þeim sem komu að þessu á einn eða annann hátt.

Myndband má nálgast HÉR

Myndir má nálgast HÉR