Heimsókn á Hraunbúðir

Heimsókn á Hraunbúðir


Að venju mættu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli  í heimsókn á Hraunbúðir að morgni aðfangadags
en þetta höfum við félagar gert frá því að Hraunbúðir tóku til starfa. Þegar heimilisfólk Hraunbúða hafði
safnast saman í matsal las Andrés Sigurðsson forseti uppúr jólaguðspjallinu eins og venja er og að sjálfsögðu
voru tveir kátir Jólasveinar með í för 

og færðu heimilisfólki jólasælgætisöskjur frá klúbbnum og endað var á
því að syngja Heims um Ból við undirleik Svavars Steingrímssonar. Hjá mörgum okkar er þessi heimsókn
hluti af jólahaldinu, já það er gaman að gefa af sér.