Jólafundur Helgafells og Sinawik.

Jólafundur Helgafells og Sinawik.


Jólafundur Kiwanis og Sinawik var haldinn þann 10. des síðastliðinn.  Forseti setti fund kl 20:00 og fór yfir afmælisdaga félaga áður en ráðist var á glæsilegt jólahlaðborð þeirra Sinawik kvenna og er óhætt að segja að borðið hafi svignað undan kræsingum.  Að mat loknum flutti séra Viðar Stefánsson jólahugvekju sem fór vel í mannskapinn og svo var komið að eftirrétt.  Þá var komið að því að gera 

Svavar Steingrímsson að heiðursfélaga Helgafells og er hann vel að því kominn eftir að hafa starfað í klúbbnum síðan 1974.  Þá tók við fjöldasöngur og að honum loknum spilaði Jarl Sigurgeirsson nokkur jólalög áður en forseti flutti okkur jólasögu sína um "Giljagaur í kröppum sjó".  Að sögu lokinni var fundi slitið og Kiddi Gogga ásamt Halli Bedda voru með hið rómaða jólabingó og að því loknu fór fólk að tínast heim.


Andrés forseti heiðrar Svavar

Svavar Steingrímsson orðinn heiðursfélagi í Helgafelli.

Þessir stjórnuðu Jólabingói  f.v Haraldur Bergvinsson og Kristján Georgsson