Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !

Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !


Fimmtudaginn 24 nóvember var hinn árlegi Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur hjá Helgafelli en þessari hefð var komið á fyrir nokkuru. Fundur var settur kl 19,30 og að loknum venjulegum fundarstörfum var tekið matarhlé og gæddu menn sér á steiktum saltfiski að spænskum hætti frá Veisluþjónustu Einsa Kalda og rann þessi dýrindis fiskur ljúflega niður. Að loknu matarhléi kom bruggmeistarinn okkar frá Brothers Brewery Jóhann Ólafur Guðmundsson í pontu og kynnti nokkurar jólabjórtegundur og fengu menn atkvæðaseðla til að gefa bjórunum einkun frá einum upp í fimm, og var ekki

annað að sjá en menn væru ánægðir með jólabjórinn í ár. Að þessu loknu stigu tveir tónlistarmenn úr Eyjum þeir Sæþór Vídó Þorbjarnarson og Gísli Stefánsson á stokk og hófu kynningu á nýútkomnum geisladiski sem ber nafnið “ Í skugga meistara yrki ég ljóð” en þessi diskur hefur að geyma lög og texta eftir Eyjafólk og er ekki annað að heyra að útkoman sé góð. Þeir félagar sögðu frá diskinum og höfundum á glæru sýningu og að sjálfsögðu voru gítararnir með í ferð og léku þeir og sungu nokkur lög við góðar undirtektir fundarmanna og gesta. Að loknu erindi þeirra félaga færði forseti þeim smá bókargjöf sem þakklætisvott frá Helgafellsfélögum og berum við þeim ásamt Ölgerðinni og Jóhanni Guðmundssyni bestu þakkir fyrir góðann og skemmtilegann fund.

 

Myndir má nálgast HÉR