Almennur fundur hjá Helgafelli

Almennur fundur hjá Helgafelli


Þá er starfið hafið hjá klúbbnum eftir sumarleyfi en fyrsti fundur var í gærkvöldi fimmtudaginn 8 september. Þetta var almennur fundur sem var hinn hressasti enda menn ferskir eftir leyfi, og var mæting með ágætum þótt ekki væri mikið um gesti eins og leyfilegt er á almennum fundum. Forseti setti fund og byrjaði á venjulegum fundarstörfum fyrir og eftir matarhlé en síðan var komið að gesti kvöldsins sem var Arnar Pétursson þjálfari m.fl karla í handknattleik en leiktíðin er nú að fara í gang eins og flestir íþróttaáhugamenn vita.

Arnar fór vel yfir málefnið bæði undirbúning og

leikmenn og þar kemur fram að flestir leikmenn liðsins eru uppaldir hjá félaginu, en í fjölmiðlum hallar oft á ÍBV þegar verið er að tala um aðkeypta og útlenda leikmenn en þetta er alls ekki raunin og eru ekki mörg félög sem geta státað af jafn mörgum uppöldum leikmönnum, þannig að framtíðin er björt alla vega á meðan stóru klúbbarnir fara ekki að krukka í leikmenn okkar, en minna er um slíka umræðu í fjölmiðlum.

 

Erindi Arnars var fróðlegt og ekki síður skemmtilegt og leyfði hann fundarmönnum að taka óspart þátt í málefninum og svaraði fyrirspurnum jafn óðum með skeleggum hætti. Við Helgafellsfélagar þökkum Arnari fyrir heimsóknina og frábært erindi  og óskum við að sjálfsögðu ÍBV góðs gengi í vetur. Að venju afhenti forseti gesti kvöldsins smá þakklætisvott frá klúbbnum í lokin og sleit síðan fundi.