Hjálma- og hjóladagur Kiwanisklúbbsins Helgafells

Hjálma- og hjóladagur Kiwanisklúbbsins Helgafells


Hjálma- og hjóladagur Kiwanisklúbbsins Helgafells var haldinn í samstarfi við GRV miðvikudaginn 4 maí sl. við Hamarsskólann í Vestmannaeyjum í blíðskaparveðri.

Dagur byrjaði á því að öllum 53 börnum í 1 bekk var afhentur hjálmur sem Eimskip gefur.

Eftir hópmyndatöku, aðstoðuðu 14 kiwanismenn börnin að stilla hjálmana og lögreglan að

skoða hjólin ásamt að fræða um hjálmanotkun.

Að lokum reyndu börnin fyrir sér í þrautabraut sem konur úr Slysavarnarfélaginu Eykindli, aðstoðuðu þar sem þurfti.

 

Hjálmanefnd Helgafells

 

Myndir sem Guðmundur Þór Sigfússon tók má nálgast HÉR