Góðir gestir í heimsókn !

Góðir gestir í heimsókn !


Á almennum fundi fimmtudaginn 14 apríl fengum við góða gesti í heimsókn en þarna voru á ferð fulltúrar frá Kattspyrnudeild karla ÍBV, Bjarni Jóhannsson þjálfari, Alfreð Jóhannsson aðstoðarþjálfari og Óskar Jósúason framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. Að loknu matarhléi gaf forseti gestum orðið og reið Óskar á vaðið og fór aðeins yfir starfið á komandi sumri og hvernig menn geta gerst félagar í stuðningsmannafélagi klúbbsins og hvað felst og hvað er innifalið í því að gerast félagi. Að loknu erindi Óskars tóku þeir félagar við Bjarni og Alfreð og fóru yfir leikmannamálin hverjir eru komnir til félagsins og hverjir eru farnir

og áætlanir og væntingar sem gerðar eru fyrir sumarið. Að loknum fyrirlestir svöruðu þeir félagar fyrirspurnum frá félögum en þegar kemur að fótboltanum þá hafa allir skoðanir og sérfræðingar eru margir hvar sem komið er, en þeim félögum fórst þetta vel úr hendi þannig að allir voru sáttir með góðann fund.

Að venju færi forseti klúbbsins gestum okkar smá þakklætisvott að loknum fundir og þökkum við Helgafellsfélagar þeim kærlega fyrir komuna og gott erindi.

TS.


Bjarni Jóhannsson og Alfreð Jóhannsson


Óskar Jósúason