Heiðar og Rökkvi í heimsókn hjá Helgafelli !

Heiðar og Rökkvi í heimsókn hjá Helgafelli !


Á almennum fundi þann 31 mars fengum við góða gesti í heimsókn en til okkar voru mættir Heiðar Hinriksson lögregluvarðstjóri og fíkniefnahundurinn Rökkvi. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna þjálfunarferli hundsins og stöðuna á honum í dag en Kiwanisklúbburinn Helgafell gaf lögregluembættinu í Vestmannaeyjum þennann hund fyrr á þessu ári. Þetta er þriðji hundurinn sem klúbburinn gefur embættinu og hefur þessi gjöf svo sannarlega verið happafengur fyrir samfélagið hér í Eyjum. Heiðar var

 með góðann fyrirlestur um málefnið í máli og myndum og að loknum fyrirlestir svaraði Heiðar spurningum frá fundarmönnum og í lokin sótti hann hundinn Rökkva og sýndi hæfni hans við leit. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu heimsókn og að venju færði forseti Heiðari smá þakklætisvott frá klúbbnum, og er það eindregin ósk okkar að þessi hundur eigi eftir að reynast jafn vel og hinir tveir.