Sælkerafundur Helgafells

Sælkerafundur Helgafells


Hinn árlegi Sælkerafundur Helgafells var haldinn föstudaginn 18 mars s.l. Á þessum fundi er breytt útaf vananum og ekki fengin matur hjá veitingarmanninum heldur sjá Kokkar klúbbsins um matseldina með hjálp góðra manna við hráefnisöflun o.fl. Að venju er matseðilinn frá hafinu  og var m.a boðið uppá Þorskhnakka, löngu, karfa, Steinbít, Þorskgellur, salltfisk, lúðu, skötusel, rauðsprettu og að þessu sinni var einn kjötréttur í flórunni lamb í oystursósu. Gestir eru leyfðir á þessum fundi og var mæting þokkalegn en alltaf viljum

við sjá meiri mætingu eins og var í upphafi þessa fundar þegar við lögðum af stað með þetta form á fundinum. Fyrirlesari á fundinum var Sighvatur Jónsson fjölmiðlamaður með meiru en hann á fyrirtækið Sigva media sem hann gerir út héðan frá Eyjum . Sighvatur fór vel yfir sína vinnu við heimildarmyndir, sjónvarpsefni og annað sem hann er að sýsla við og svaraði fyrirspurnum frá fundarmönnum. Við Helgafellsmenn óskum Sighvati velfarnaðar í sýnum störfum með sitt fyrirtæki og þökkum honum kærlega fyrir góðan fyrirlestur, og eins og ávalt færði forseti Sighvati smá þakklætisvott frá klúbbnum.

 

Myndir má aálgast HÉR   http://helgafell.kiwanis.is/image/84075

 

Myndband má nálgast HÉR