Óvissufundur Helgafells

Óvissufundur Helgafells


Okkar árlegi óvissufundur var haldinn föstudaginn 5 febrúar. Mæting var í Kiwanishúsið og fundur settur kl 19.30 og farið yfir venjuleg fundarstörf og síðan tekið matarhlé, en á þessum fundi er borðhald óformlegt enda umsjón fundarinns í höndum stjórnar svo þetta er tekið á léttunótunum, einn réttur og borðað á pappadiskum til að ekkert verði uppvaskið því það er verið að flýta sér út í óvissuna. Eftir borðhald var haldið út í rútu sem var af minnigerðinni og því fór hún tvær ferðir þó svo mæting væri nú ekkert til að hrópa húrra fyrir eða um 40 manns. Haldið var upp í Sagnheima eftir nokkurar krókaleiðir í rútunni og þar

tók Helga Hallbergsdóttir á móti okkur og fór yfir safnið með okkur á fróðlegann og skemmtilegann hátt en þetta safn er okkur Eyjamönnum til mikils sóma. Síðan var haldið aftur út í rútu og næsti áfangastaður var ný lifraverskmiðja sem er verið að setja á stofn í gamla Eyjabergshúsinu. Kári forseti starfar við þetta og fór hann yfir framtíðaráætlanir og uppbyggingu fyrirtækisinns. Að lokinni þessari heimsókn var haldið niður í hús þar sem menn áttu ánægluega kvöldstund saman.

 

Hér má nálgast myndir

 

Hér má nálgast myndband