Þorrablót Helgafells 2016 !!

Þorrablót Helgafells 2016 !!


Þorrablótið okkar var haldið með pompi og prakt s.l laugardagskvöld 30 janúar. Að venju má bjóða með sér gestum á blótið og var margt um manninn eða rúmelga hundrað manns. Elías Jörundur formaður Þorrablótsnefndar setti blótið stundvíslega og bauð síðan veislustjórna Geir Reynissyni að taka við stjórninni en Geir er einnig formaður skemmtinefndar og með mikla reynslu í að skemmta fólki. Að loknu hefðbundnu atriði hófst borðhaldið og það var ekki af verri endanum enda sjá nefndarmenn sjálfir um að græja þorramatinn og annað sem

 

því fylgir af miklum myndarskap. Að loknu borðhaldi var tekið til við skemmtidagskránna sem öll var heimasmíðuð í myndbandsformi auk bráðskemmtilegrar spurningakeppni, Sæþór Vídó sá um fjöldasöng að hætti Þorranns og síðan tók hljómsveitin Brimnes öll völd og lék fyirr dansi fram á nótt. Þótti blótið í alla staði vel heppnað og þökkum við Helgafellsfélagar öllum þeim sem komu að þessu bæði nefndarmönnum, hljómsveit og gestum.

 

TS.

Myndir má nálgast HÉR

Myndband má nálgast HÉR