Kiwanisklúbburinn Helgafell afhentir fíkniefnahund !

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhentir fíkniefnahund !


Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti lögreglunni í Vestmannaeyjum nýjan leitarhund  í dag, en þetta er leitarhundurinn Rökkvi, sem er tæplega eins árs svartur labrator retriever sem kemur frá viðurkendum hundaræktanda í Noregi.  Þetta er þriðji hundurinn sem Helgafell gefur, en fyrstur kom Tanya, síðan kom Luna sem er enn að störfum og svo er það Rökkvi sem nú mætir til starfa fyrir lögregluna og samfélagið hér í Eyjum en Rökkvi er þjálfaður til fíkniefnaleitar og einnig verður hann þjálfaður til

sporaleitar ef með þarf. Umsjónarmaður Rökkva verður eins og með fyrri hundum Heiðar Hinriksson varðstjóri en hann er viðurkenndur hundaþjálfari og hefur vistað hundana á sínu heimili. Það var Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sem veitti hundinum viðtöku frá Kára Hrafnkelssyn forseta Helgafells  og lýsti yrir gríðalegu þakklæti til Kiwanismanna í Helgafelli og velunnara. Leitarhundur er eitt það mikilvægasta sem til þarf í baráttu við fíkniefnadjöfulinn og á Rökkvi eftir að nýtast samfélaginu vel í þessari baráttu eins og fyrri hundar hafa gert en Luna sem er nú að störfum var síðast í gær að finna fíkniefni á farþega sem var að koma til Eyja með Herjólfi.

Myndir má nálgast HÉR

Myndband má nálgast HÉR