Jólafundur.

Jólafundur.


Sameiginlegur jólafundur Helgafells og Sinawik var haldinn í gærkvöldi laugardaginn 5 desember. Kári Hrafnkelsson forseti setti fund kl 20.00 og að loknum hefðbundnum fundarstörfum var komið að borðhaldi og það var ekki af verri endanum. Það er venja hjá okkur á jólafundi að Sinawikkonur sjá um matinn, og framreiða þær glæsilegt jólahlaðborð handa okkur sem allir geta verið stoltir af, fjöldi rétta ásaamt kaffi og eftirréttaborði í lokin. Þegar allir voru

orðnir saddir kom séra Guðmundur Örn og flutti okkur skemmtilega jólahugvekju, forseti las góða jólasögu og ungur tónlistarmaður Björgvin Björgvinsson kom ásamt kennara sínum Stefáni Sigurjónssyni og flutti Björgvin okkur tvö lög á klarinett af mikilli snilld, efnilegur drengur þar á  ferð. Að venju var sungið saman Heims um Ból og eftir að hefðbundnum fundi var slitið kom rúsínan í pylsuendanum en þá er tekið til við að spila Bingó undir öruggri stjórn Kristjáns Georgssonar og Haraldar Bergvinssonar, og fjöldi góðra vinninga í boði.

TS.

Myndir hér

Myndband hér