Jólasælgætispökkun

Jólasælgætispökkun


Það var sannkallaður handagangur í öskjunni í orðsins fylstu merkingu þegar pökkun jólasælgætis í þartilgerðar öskjur fór fram í Kiwanishúsi Helgafells í gærkvöldi. Helgafellsfélagar mæta í þennann viðburð með börn barnabörn vini og vandamenn og taka til hendinni við að pakka hátt í tvö þúsund öskjum á einni klukkustund, verkstæði jólasveinsins hefur getur ekki einu sinnu boðið uppá slík afköst. Þetta er frábær kvöldstund og gaman að vinna með börnunum , og þetta yngir okkur félagana upp og vekur upp

barnið í okkur. Allir fá síðan nammipoka að launum fyrir vel unnið verk, og allir halda ánægðir heim á leið síðan hefst salan á sælgætinu í dag en þá ganga Kiwanismenn í hús og selja sælgætið og er óhætt að segja það að við fáum frábærar móttökur hjá bæjarbúum, og er þetta ein okkar aðal fjáröflun.

 

TS.





Myndir Hér  http://helgafell.kiwanis.is/image/84070

Myndband Hér  https://www.youtube.com/watch?v=Omu4XeNQUGo