Kótilettufundur

Kótilettufundur


Þann 29 október var haldinn Kótilettufundur hjá okkur Helgafellsfélögum en þetta er almennur fundur og gestir leyfðir og að sjálfsögðu eru snæddar Lambakótilettur í raspi á gamla mátann með Ora grænum og alles. Í byrjun fundar var Óskari Þór Kristjánssyni afhent fánastöngin góða en karlinn varð fimmtugur á dögunum.  Aðalgestur þessa fundar var síðan Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu og fór hann yfir skipulagið í kringum landsliðið hvað hann og Lars leggja áherslu á við undirbúning fyrir leiki, prógrammið sé alltaf eins þannig að allir gangi að sínu

hlutverki vísu, hvort sem það eru leikmenn, læknar, liðsstjórar eða hver sem er. Sömu fáu reglur gilda fyrir alla,það standa allir saman, hafa gaman að þátttökunni, vinna saman og (vonandi ekki) tapa saman.  Frábær fyrirlestur um markmiðasetningu og leiðir að árangri. Þetta var frábær fundur og allir héldu ánægðir heim eftir Kótilettufjörið.



Heimir Hallgrímsson og Kári Hrafnkellsson forseti

Óskar Þór og Kári Hrafnkellsson forseti