Jólabjórsmakk- fundur.

Jólabjórsmakk- fundur.


Jólabjórsmökkunlarfundur var haldinn föstudaginn 13 nóvember og var þetta almennur fundur með fyrirlestir, en aðalgestur kvöldsins var f.v forseti klúbbsinni og yrirbruggari Brothers Brewery Jóhann Ólafur Guðmundsson þar sem hann sagði frá tilraunum nokkurra vina til að brugga bjór og reyna að koma honum á markað.  Fór hann yfir helstu atriði bruggunar bjórs, gerðir þeirra og ekki síður fjallaði hann um hinar ýmsu tegundir jólabjórsins en við smökkuð um á fimm slíkum, og fóru þeir eðlilega misvel í menn eftir tegund en allir fundu sér eitthvað við hæfi. Í lokin var svo valinn besti

jólabjórinn að mati félaga, en ég hef ekki enn heyrt í neinum sem man niðurstöðuna! enda hún kannski ekki aðalatriðið heldur meira til gamans gert. 

Góður fundur og held ég að maður halli ekki á neinn þegar maður segir að Helgafell er í algjörum sérflokki í því að gera fundi og starfið skemmtilegt en þessi stefna hefur lengi verið í hávegum höfð hjá okkur og það er nausynlegt að fá fleiri klúbba til að taka upp slíka fundi, en margur nýr félaginn hefur komið inn í klúbbinn eftir að hafa mætt sem gestur á þessa almennu fundi okkar.