Stjórnarskipti hjá Helgafelli

Stjórnarskipti hjá Helgafelli


Stjórnarskipti í Helgafelli fóru fram s.l laugardagskvöld í Kiwanishúsinu við Strandveg. Þetta var
glæsilegt kvöld í alla staði sem hófst á því að Jóhann Ólafur Guðmundsson forseti setti fund og
hélt smá tölu, og afhenti síðan fundarstjórn til fráfarandi forseta Ragnars Ragnarssonar sem var veislustjóri kvöldsins, Ragnar
sagði nokkura lauflétta brandara og kynnti síðan matseðil kvöldsins, en það var Einsi Kaldi og hanns
fólk sem sá um veisluna, en borinn var fram glæsilegur

þriggja rétta matseðill. Að loknu borðhaldi
var komið að stjórnarskiptum og sá Helgafellsfélaginn Tómas Sveinsson Svæðisstjóri Sögusvæðis um athöfnina.
Nýja stjórn Helgafells skipa:

Forseti: Kári Hrafnkelsson
Fráfarandi forseti: Jóhann Ólafur Guðmundsson
Kjörforseti: Andrés Sigurðsson
Féhirðið: Lúðvík Jóhannesson
Ritari: Hafsteinn Gunnarsson
Gjaldkeri: Jón Örvar van der Linden
Erlendur ritari: Jónatan Guðni Jónsson

Að loknum stjórnarskiptum bað Jóhann Ólafur fráfarandi forseti um orðið en tilefnið var að gera
Jóhann Ólafsson að heiðursfélaga í Helgafelli. Jóhann er mikill og virkur Kiwanisfélagi og er hann
vel að þessu kominn kappinn sá.
Að venju flutti nýkjörinn forseti ávarp Kári Hrafnkelsson og fór yfir dagskrá og áherslur starfsársin,
og er greinilega spennandi starfsár framunda hjá okkur Helgafellsfélögum.
Tvö tónlistaratriði voru á dagskrá fyrst komu þau Hannes og Sunna og fluttu nokkur lög við góðar
undirtektir. Síðan ksteig  nýstofnaður Karlakór Vestmannaeyja á stokk og fluttu veislugestum nokkur
lög, og var vel tekið á móti þessum snillingum og vonandi á kórinn góða og bjarta framtíð í sínu
starfi.
Forseti Kári Hrafnkelsson sleit fundi og áttu menn og konum ánægulega kvöldstund saman fram eftir nóttu.

Myndband Hannes og Sunna

Myndband Karlakór Vestmannaeyja