Sælkerafundur Helgafells

Sælkerafundur Helgafells


 Í gærkvöldi var Sælkerafundur Helgafells , en á þessum fundi sjá kokkar klúbbsinns um eldamennskuna, og á matseðlinum er nánast eingöngu sjávarfang. Góð mæting var á fundinn eða 76 manns og hófst fundurinn á venjulegum fundarstörfum fam að matarhléi. Matseðill kvöldsinns var fjölbreyttur en boðið var uppá þorskhnakka, skötusel, steinbít, rauðsprettu, löngu og blálöngu, þorskgellur, saltfiskur, kjúklingur o.m.fl.
Ræðumaður kvöldsinns átti að vera Páll Magnússon en hann komst ekki til Eyja þar sem ófært var með flugi og Herjólfur siglir ekki vegna verkfalls, þannig að menn tóku sig til og skemmtu sér sjálfir með sögum og gamanmáli og söng, og það er nokkuð víst að menn fóru sáttir heim af þessum fundi.


Myndir má nálgast HÉR

Myndband má nálgast HÉR