Erindi um ferju hjá Helgafelli

Erindi um ferju hjá Helgafelli


Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum, og var aðalmál á dagskrá erindi félaga okkar Andrés Sigurðssonar hafnsögumanns hér í Eyjum. Erindi Andrésar var um hið mikla hitamál Eyjamanna eða hönnun nýrra ferju sem kemur til með að sigla til Landeyjahafnar. Andrés er nefndarmaður í þeirri nefnd sem skipuð var til hönnunar nýrrar ferju.
 
 
Andrés var með efnið í máli og myndum og var hið frólegasta og vel fram sett hjá kappanum og áhugi fundarmanna mikill og svaraði Andrés fjölda fyrirspurna frá fundarmönnum af miklum skörungsskap. Eins og áður hefur komið fram er þetta málefni sem allir Eyjamenn eru með skoðun á og sitt sýnist hverjum, og því gaman að fá svona faglegan fyrirlestur um þetta efni.
Að loknu erindi Andrésar færið forseti honum smá þakklætisvott frá klúbbnum og hlaut Andrés gott lófatak frá fundarmönnum fyrir gott erindi.