Almennur fundur hjá Helgafelli

Almennur fundur hjá Helgafelli


Í gærkvöldi eða fimmtudaginn 23 janúar var haldinn almennur fundur með fyrirlesara og gestum. Ágætis mæting var á fundinn  og að loknum venjulegum fundarstörfum og matarhléi þá var komið að fyrir lesara kvöldsinns, og ekki þurfti að leita langt yfir skammt eftir góðu erindi en þarna var kominn félagi okkar Styrmir Sigurðarsson sjúkraflutingar og slökkviliðsmaður með meiru.
 
Erindi Styrmis var um slysavarnir barna. Þetta var mjög fróðlegt erindi sem fjallaði um allar hættur sem stafa af allskonar hreinsi og spilliefnum, lyfjum, brunasárum, sýkingum, aðskotahlutum í hálsi og meltingarvegi og fleira og fleira. Vel var tekið við efninu hjá félögum og mátti nánast heyra saumnál detta fyrir utan þegar menn komu með áhugaverðar spurningar til Styrmis sem svaraði af mikilli röggsemi. Að mínu mati er þetta frábær fræðsla þessi fyrirlestur og á erindi til allra.
Að loknu erindi færði forseti Styrmi smá þakklætisvott frá klúbbnum og fékk kappinn gott lófatak frá fundarmönnum.
 
Fleiri myndir má nálgast HÉR