Jólatrésskemmtun Helgafells

Jólatrésskemmtun Helgafells


Í dag þriðja í jólum var haldin jólatrésskemmtun Helgafells í Kiwanishúsinu við Strandveg. Skemmtunin var  í umsjón vaskra manna í nefndinni og að venju stóðu þeir sig eins og hetjur. Konur Kiwanismanna og Sinawiksystur sjá um bakkelsið í kaffihlaðborðið og passa uppá að eingin fari svangur út frá þessari skemmtun.
Það var Jarl Sigurgeirsson sem sá um tónlistarflutning með miklum myndarskap og fékk börn og fullorðna til að dansa í kringum jólatréð. Fjörið náði síðan hámarki þegar tveir vaskir sveinar komu í heimsókn þeir Hurðaskellir og Giljagaur , og tóku þátt í dansi og söng með börnunum sem greinilega líkaði gestagangurinn vel. Að lokum fengu börnin góðgæti í poka til að taka með til heimferðar og fóru allir sáttir heim að lokum eftir góða jólatrésskemmtun. Einhverra hluta vegna var mæting í verri kantinum en mikil hálka og mikið af jólaboðum gætu haft áhrif í þetta skiptið en, við mætum öflug til leiks að ári.
 
Að lokum viljum við þakka öllum sem komu að þessari skemmtun með okkur kærlega fyrir stuðningin og hjálpsemina.
 
Myndir má nálgast HÉR
 
Myndband má nálgast HÉR