Jólasælgætispökkun hjá Helgafelli.

Jólasælgætispökkun hjá Helgafelli.


Það var líf og fjör í tuskunum þegar hópur Helgafellsfélaga ásamt börnum barnabörnum vinum og kunningju voru mætt í Kiwanishúsið til að pakka jólasælgætinu okkar sem er aðal fjáröflun okkar klúbbs og fer salan í gang nú um helgina og fram eftir næstu viku en það viðrar ekki sérlega vel um helgina til sölu sælgætis en það er aldrei að vita að hann dúri á milli og menn fara af stað ?
Þessi pökkun okkar er alveg sérstaklega skemmtileg en settar eru upp þrjár pökkunarlínur svo þetta minnir helst á verkstæði jólasveinsinns nema við höfum vinningin þar sem jólasveinarnir eru 102. Pakkaðar eru yfir tvö þúsund öskjur og tekur verkið ekki nema um klukkustund þvílíkur er hamagangurinn.
Við viljum þakka öllum stuðningin við þetta verkefni, fyrirtækjum o.fl fyrir styrktarlínur og svo að sjálfsögðu börnunum og öllum þeim sem lögðu okkur lið, og vonandi taka bæjarbúar vel á móti okkur eins og ávalt þegar við hefjum sölu en í ár kostar askjan 1500 kr.
 
Myndir má nálgast HÉR