Fyrirlesari hjá Helgafelli.

Fyrirlesari hjá Helgafelli.


Á almennum fundi þann 31 október var góður gestur hjá okkur Helgafellsfélögum, en þar var á ferðinni Haraldu Þorsteinn Gunnarsson Eyjamaður mikil lífskúnster og nú í seinni tíð fræðimaður. Halli Steini eins og hann er ávalt kallaður flutti okkur erindi um forfaðir sinn Hannes Jónsson eða Hannes Lóðs eins og hann var ávalt nefndur en hann fæddist 21 nóvember 1852.
Hóf sjómensku kornungur eða aðeins 11 ára gamall og var orðinn formaður 17 ára . Hannes var góður sjómaður aflasæll og heppinn. Hannes varð síðan hafnsögumaður við Vestmannaeyjahöfn í heil 50 ár . Þetta var fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá Halla Steina í máli og myndum, en það er ávalt gaman að sjá svona gamlar myndir af fólki og lífsháttum á árum áður.
Að loknu erindi Halla Steina afhenti forseti smá gjöf sem þakklætisvott frá klúbbnum, og þökkum við Halla Steina kærlega fyrir og bjartrar framtíðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
 
Haraldur við Tölvuna
Smá gjöf frá Klúbbnum
Fv, Ragnar forseti og Halli Steini