Nýr félagi í Helgafell

Nýr félagi í Helgafell


Á félagsmálafundi í gærkvöldi bættist okkur Helgafellsfélögum nýr félagi í klúbbinn okkar, en þá var Styrmir Sigurðarson tekinn inn í klúbbinn. Styrmir er sjúkraflutningamaður með meiru og starfa m.a við blikksmíði í  Eyjablikk, ásamt því að sinna sjúkraflutingum og slökkviliðsstörfum hér í Eyjum. Það var Gísli Valtýsson f.v Svæðisstjóri sem sá um inntökuna,
með dyggri aðstoð Ragnars forseta. Við Helgafellsfélagar bjóðum Styrmi velkominn í hópinn og væntumst við mikils af þessum nýja félaga okkar í framtíðinni. Gísli Valtýsson sá einnig um að setja Stefán Bjarnason í embætti gjaldkera en stefán var staddur erlendis þegar stjórnarskiptin fóru fram og bjóðum við Stefán velkominn til starfa fyrir okkur og hreyfinguna.
 
Styrmir og meðmælendur hans  Birgir Sveinsson og Stefán Lúðvíksson
F.v Ragnar forseti, Stefán gjaldkeri og Gísli Valtýsson