Stjórnarskipti í Eyjum.

Stjórnarskipti í Eyjum.


Laugardaginn 5 október fóru fram stjórnarskipi í Eyjum hjá Helgafelli og góðum gestum okkar úr Höfða í Reykjavík sem voru mættir til Eyja til að hafa stjórnarskipti með okkur.
Nýkjörinn Svæðisstjóri Sögusvæðis Geir Þorsteinsson frá Ós í Hornafirði sá um stjórnarskiptin sem fóru fram að degi til eða kl 15.30, og var þessi tilraun gerð til að athuga hvort við fengjum ekki betri mætingu á Árshátíð um kvöldið en stjórnarskiptin fara ávalt fram á árshátíð, og ekki var nú að sjá að þetta skilaði betri mætingu.
Nýja stjórn Helgafells er undir forystu Ragnars Ragnarssonar og Nýja Stjórn Höfða undir stjórn  Sverris Benónýssonar, og óskum við þessum stjórnum velfarnaðar í starfi.
Um kvöldið var síðan árshátið, en húsið opnaði kl 19.30 með fordrykk og hófst síðan dagskrá á því að Hafsteinn forseti Helgafells hélt áfram fundi sem hafði verið frestað fyrr um daginn og bauð síðan Einsa Kalda að bera fram matinn sem var þriggja rétta glæsileg máltið og berum við Einsa og hans fólki bestu þakkir fyrir.  Stjórnir klúbbanna voru kallaðar upp gefið gott lófatak, viðurkenningar voru veitta frá báðum klúbbum og einn nýr félagi var tekinn inn í Helgafell en það var Jón Örvar van der Linden og bjóðum við hann velkominn til starfa. Á skemmtidagsrá var farið í spurningarleik og Ágúst Gústafsson félagi okkar í Helgafelli mætti með gítarinn og tók nokkur lög fyrir okku, fyrst ásamt eiginkonu sinni Jórunni Einarsdóttur og síðan með nokkurum félögum Helgafells, og að venju var sungin klúbbsöngur Helgafells.
Það var síðan Hljómsveitin Brimnes sem lék fyrir dansi og hélt uppi stuðinu fram á nótt.
Við Helgafellsfélagar viljum sérstaklega þakka þeim Höfðafélögum sem heimsótu okkur og áttu með okkur ánægulegar stundir.

TS.
Myndir má nálgast HÉR