40 ár 40 myndir.

40 ár 40 myndir.


Í dag var opnuð í Kiwanishúsinu hér í Vestmannaeyjum málverkasýning tveggja frábærra listamanna sem Eyjarnar hafa alið af sér, en fyrstan má telja Bjartmar Guðlaugsson tónlitarmann og listmálara og annars vegar Ragnheiði Georgsdóttur listmálari með meiru. Ragnheiður er dóttir Georgs Þórs Kristjánssonar f.v Umdæmisstjóra Kiwanishreyfingarinnar sem lést langt um aldur fram eftir erfið veikindi þann 11 nóvember 2001.
Sýningin ber yfirskriftina 40 ár og 40 myndir. Bjartmar sagði að þegar hann fór að pæla í hvaða tengingu hann ætti að hafa , kom stax upp í huga hanns að tileinka sýninguna við minningu æsku vinar síns Georgs Þórs,  eða Gogga í Klöpp eins og hann var ávalt kallaður, en þeir félagar byrjuðu að teikna saman þegar Bjartmar var 7 ára og Goggi 9 ára.
Í framhaldi af því var fannst Bjartmari tilvalið að fá Ragnheiði dóttir Gogga í lið með sér en hún hefur unnið við myndlist í nokkuð mörg ár. Þeim fannst einginn annar staður en Kiwanishúsið kom til greina þar sem það var nánast annað heimili Gogga sem var mikill Kiwanismaður og duglegur í öllu félagsstarfi, og hrókur alls fagnaðar.
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar og þarna  var m.a gamli vinahópurinn þeirra félaga ásamt Eyjamönnum og gestum og einnig var gaman að sjá þarna marga gamla burtflutta Eyjamenn, sem eru komnir til Eyja til að minnast 40 ára gosloka og taka þátt í hátíðarhöldunum sem eru mikil í ár.
Það verður einginn svikinn af því að skoða þessa sýningu sem opin verður yfir helgina, en þarna eru stórglæsileg verk og ekki skemmir hlýlegt og skemmtilegt viðmót listamannanna.

TS.
Á myndinni hér að ofan eru Bjartmar, Ragnheiður og Harpa ekkja Georgs Þórs
 

Fleiri myndir HÉR.