Fjölskylduferð Helgafells.

Fjölskylduferð Helgafells.


Um síðastliðna helgi héldu Helgafellsfélagar  ásamt  börnum, barnabörnum, vinum og ættingjum á fastalandið í hina árlegu fjölskylduferð klúbbsins, og var áfangastaðurinn  Árhús við Rangárbakka. Fólk fór að týnast á svæðið á föstudeginum en sumir félagar eru með hjólhýsi á svæðinu sem þeir planta þar niður yfir sumarið, þannig að það var mætt á svæðið á mismunandi tímum. Þeir sem ekki voru á tjaldstæðinu gistu í smáhýsum á svæðinu, frábær hús með góðri aðstöðu eins og allt svæðið býður uppá. K
Kveikt var upp í grilli á föstudeginum þar sem hver og einn kom með sitt hráefni á grillið og síðan var setið í skálanum , inni og úti frameftir kvöldi. Á laugardeginum tóku sumir sig til og notuðu frábæra  aðstöðu  sem Hella hefur upp á að bjóða eins og góða sundlaug og skelltu sér í sund, en aðrir fóru í gönguferð.
Þegar líða fór á laugardaginn  var tekið til við leikjadagskrá sem Gísli Magnússon íþróttakennari með meiru stjórnaði af röggsemi og fengu allir krakkar verðlaun sem Egill Egilsson hafði útvegað okkur og þökkum við þeim sem komu að þessum gjöfum kærlega fyrir.  Eftir leikjadagskrá var sameiginlegt grill í boði klúbbsins þar sem grilluð voru lamalæri með öllu tilheyrandi ásamt pylsum og því sem þeim fylgir, þannig að allir fengu eithvað við sitt hæfi. Undirritaður sá um grillmatinn og Bergur og Kalli voru sérstakið aðstoðarmenn í pylsunum. Við fengum afnot af innri sal í skálanum þarna á Árhúsum frábær aðstaða í alla staði og er strax kominn umm sú umræða að skella sér aftur þangað að ári. Eigandinn á svæðinu og allt starfsfólk frábært og viljum við þakka fyrir okkur og þá aðstöðu sem við höfðum en við fengum að nota gælinn á veitingashúsin til geymslu fyrir matvælin okkar, enn og aftur bestu þakkir.

TS.
Myndir úr ferðinni má nálgast   HÉR.