Jóhann með fyrirlestur

Jóhann með fyrirlestur


Á fundi fimmtudagin 7 mars var félagi okkar Jóhann Guðmundsson einn af eigendum Smartmedia sem á umsýslukerfið sem Kiwanis keyrir á með erindi hjá okkur Helgafellsfélögum og fræddi okkur um þau tvö félög sem þeir félagarnir reka hér í Eyjum og Reykjavík. Fyrst fór hann yfir 247Golf sem er allheimsverkefni sem nú þegar er búið að safna saman upplýsingum um 32. þúsund golfvelli og einni sagði hann okkur frá nýju teigtímakerfi sem þeir hafa þróað með það fyrir augum að auðvelda golfklúbbum að selja teigtíma á netinu.
Það kom fram í máli hans að nú störfuðu fjórir einstaklingar hjá félaginu 3 í Vestmannaeyjum og 2 í Reykjavík. Því næst fór Jóhann yfir starfsemi Smartmedia sem hann sagði að væri stærsti netverslana þjónustuaðili landsins og sagði meðal annars að það væri mjög líklegt ef að við værum að panta heimilistæki eða tölvubúnað á netinu þá væru við að versla í gegnum þeirra kerfi. En meðal stóru aðila væri Sjónvarpsmiðstöðin, Heimilstæki, Tölvutek, BT og margir fleiri. Einnig fór hann yfir að fyrirtækið væri búið á síðustu mánuðu gera mikið af svokölluðum facebook leikjum eins og tippaðu á úrslit leik fyrir ÓB og ýmislegt fleira. Það kom svo fram í máli hans að það væru 5 starfsmenn sem störfuðu hjá fyrirtækinu 3 í Vestmannaeyjum og 2 á skrifstofu fyrirtækisins í Kópavogi.
Vel var látið af erindi Jóhanns og að lokum fæði Hafsteinn forseti honum smá þakklætisvott frá okkur Helgafellsfélögum.
 
Hafsteinn forseti og Jóhann Guðmundsson