Mikið að gera

Mikið að gera


Það er mikið að gera hjá okkur Helgafellsfélögum þessa stundina, s.l fimmtudag var frábær félagsmálafundur og þar skilaði hin frækna þorrablótsnefnd af sér með stæl og komu tveir nefndarmanna með tösku eina sem var járnuð við féhirðinn með uppgjöri blótsinns, en að þessu sinni kom blótið vel út hjá okkur, og ekki skemmdi fyrir þessi uppákoma félaganna Geirs og Gústa.
Framkvæmdanefnd hússinns er á fullu og búið er að rífa eldhúsið í frumeindir og nú er byrjað að byggja upp. Það þurfti að saga úr gólfi til að koma niðurfalli og þar á eftir kemur nýtt gólfefni, síðan á að setja nýjan kæli, borð og vaska svo fátt eitt sé nefnt. Sem sagt mikið starf framundarn og verður gaman að sjá eldhúsið þegar það verður tilbúið

Myndir frá framkvæmdu HÉR
 
Búið að járna töskuna við féhirðinn
Féhirðir greinilega ánægður með innihaldið.
Geir Reynisson formaður Þorrablótsnefndar í pontu.