Aðfangadagsheimsókn á Hraunbúðir

Aðfangadagsheimsókn á Hraunbúðir


Það er hefð fyrir því að félagar í Helgafelli heimsæki Dvalarheimili aldraðra Hraunbúðir og Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum á aðfangadagsmorgun, en tilefnið er að afhenda jólasælgæti og fara með smá jóladagskrá. Dagskráin hófst á því að Magnús Benónýsson fráfarandi forseti sagði nokkur orð í forföllum forseta sem var upptekinn í Kertasníkis.
Sigurfinnu Sigurfinnsson las jólaguðspjallið og að lokum sungu allir saman Heims um ból við undirleik Svarars Steingrímssonar, og að síðustu fóru félagar og áðurnefndur Kertasníkir um salinn og afhentu heimilisfólki smá góðgæti að tilefni jólanna. Síðan var haldið á Sjúkrahúsið þar sem sjúklingum er líka afhentar sælgætisöskjur. Þetta er skemmtileg stund sem við eigum við þetta verkefni okkar en að venju var mæting ekki upp á marga fiska, og oft sömu mennirnir sem mæta.
 
Myndir má nálgast í myndasafni og HÉR