Jólasælgætispökkun hjá Helgafelli

Jólasælgætispökkun hjá Helgafelli


Í kvöld var gengið í pökkun á jólasælgæti sem er okkar aðal fjáröflun. Þá mæta félagar með börn, barnabörn, vini og kunningja og taka til hendinni en það má segja að það sé handagangur í öskjunni í orðsinns fylstu merkingu, en stilt er upp í þrjár línur og setja krakkarnir sælgætið í poka og síðan pakka Helgafellfélagar pokunum í fallega myndskreytta öskjur sem síðan eru seldar næstu vikuna og hefst salan á morgun og mun askjan kosta 1200 krónur í ár.
Við félagarnir viljum þakka öllum krökkunum sem komu að þessu með okkur í ár kærlega fyrir hjálpina, þið standið ykkur ávalt frábærlega sem sést á því að það tekur ekki nema 1klukkulstund að pakka hátt á annað þúsund öskjum.
 
Myndir má nálgast HÉR