Óvissufundur

Óvissufundur


Hin árlegi óvissufundur Helgafells var haldinn föstudaginn 9 nóvember. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum fram að mararhléi, en boðið var uppá lambakótilettur í raspi með tilbehör að hætti kótilettukarlana. Að loknu borðhaldi var haldið út í óvissunar og far fyrsti viðkomustaður Sjóbúð Björgunarfélags Vestmannaeyja.
Þar tóku á móti okkur Vigdís Rafnsdóttir, Bjarni Kristjánsson og Sævar Benónýsson frá Björgunarfélaginu, Bjarni hafði orðið og sagði frá starfseminni og búnaði Björgunarfélagsinns sem staðsettur er í Sjóbúðinni. Síðan var hópurinn selfluttur á bílakosti Björgunarfélagssinns í húsnæði félagsinns sem stendur við Faxastíg en það er m.a stjórnstöðin ásamt góðri félagsaðstöðu, bílageymslu o.fl sem við kemur svona viðamikilli starfsemi.
Þarna fóru Vigdís og Bjarni nánar út í starfsemi félagsinns, fjáröflun sem er að stæðstum hluta flugeldasala og margt fleira og þarna var okkur boðið upp á léttar veitingar og skoðunarferð um húsnæðið. Við Helgafellsfélagar viljum þakka Björgunarfélagi Vestmannaeyja og þessu ágæta fólki sem tók á móti okkur af miklum höfðingskap kærlega fyrir og vonandi eru menn fróðari um hið mikla starf sem unnið er af hendi í svona félagi.
 
 
Myndir má nálgast HÉR