Fyrirlesari hjá Helgafelli

Fyrirlesari hjá Helgafelli


Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum þar sem boðið var upp á gott erindi, en gestur okkar og fyrirlesari á þessum fundi var Erlingur Richardsson þjálfari meistaraflokks ÍBV í handbolta og yfirmaður Íþróttaakademíunar hér í Eyjum og einnig er Erlingur nýráðin í þjálfarateymi landsliðsinns í handbolta.
Erlingur fór yfir sitt starf og þá aðalega hjá akademíunni og hanns vinnu með gunnskólabörnum og framhaldsskólanum til að hvetja þau til góðra verka í íþróttum og stunda heilbrigt líferni.
Að loknu erindi svaraði Erlingur spurningum frá fundarmönnum af röggsemi og það er greinilegt að þarna er verið að vinna frábært starf, sem vert er að styrkja.
Að lokum afhenti forseti Hafsteinn Gunnarsson Erlingi smá þakklætisvott frá klúbbnum. Rúmlega sextíu félagar mættu á fundinn og þónokkuð af gestum.
 
Fleiri myndir frá fundinum má nálgast HÉR