Sundmót Helgafells.

Sundmót Helgafells.


Sundmót Helgafells eða Kiwanissundmótið eins og það þekkist hér var haldið í síðustu viku. Kiwanisklúbburinn Helgafell gefur verðlaun á mótinu en allir þáttakendur fá viðurkenningarskjal. Þeir sundmenn sem bæta sig mest milli ára fá Kiwanisbikarinn til varðveislu í eitt ár.
Í ár voru það Elín Elfa Magnúsdóttir og Leifur Rafn Kárason sem fengur Kiwanisbikarinn í ár. Við sama tækifæri var haldið lokahóf Sundfélags ÍBV en þaðr voru veittar hinar ýmsu viðurkenningar og allir krakkarni fengu merkta brúsa. Svanhildur Eiríksdóttir var valin Sundmaður ársins, en Svenhildur er bæði góð fyrirmynd fyrir yngri sundmenn og einnig góður íþróttamaður sem leggur hart að sér við æfingar.
 
Fv. Elín Elfa, Magnús forseti Helgafells og Leifur Rafn
Það er gaman frá því að segja að Elín Elfa er dóttir Magnúsar.