Hjálmadagur Helgafells

Hjálmadagur Helgafells


í morgun kl 11.00 hófst  Hjámadagur Helgafells. Þá mæta yngstu nemendur grunnskólans við Kiwanishúsið við Strandveg og fá afhenta reiðhjólahjálma, en þetta er landsverkefni Kiwanishreyfingarinnar og unnið í samstarfi við Eimskip. Hjá okkur Helgafellsmönnum koma Eykyndilskonur að þessu með okkur ásamt Lögreglu.
 
        
Eykyndilskonur eru með reiðhjólaþrautir fyrir börnin og Lögreglan skoðar reiðhjól barnanna og síðan bjóðum við Helgafellsmenn upp á grillaðar pylsur og gos til hressingar. Veðrið var gott enda vorið að bresta á sólin skýn en svolítill vindur en börn og fullorðnir láta það ekki á sig fá þó hann blási.
Við Helgafellsfélagar þökkum öllum sem komu að þessu með okkur og öðrum fyrir komuna.
 
Myndir frá Hjálmadeginum má nálgast HÉR