Aðalfundur Helgafells

Aðalfundur Helgafells


Aðalfundur Helgafells var haldinn s.l fimmtudag 26 apríl, og var þokkaleg mæting hjá okkur. Fundur var að venju settur kl 19,30 og farið yfir afmælisdaga félaga frá síðasta fundi og að því loknu var að sjálfsögðu smá forsetagrín og síðan matarhlé.
 
Að loknu matarhléi voru lesnar tvær fundagerðir, og farið yfir ýmiss mál og verkefni sem á döfinni eru. En að venju er hápunkutur þessa aðalfundar kynning stjórnar fyrir næsta starfsár 2012-2013 og kynnti Hafsteinn Gunnarsson kjörforseti stjórn sína, en hana skipa með Hafsteini, Magnús Benónýsson fráfarandi forseti,  Ragnar Ragnarsson kjörforseti, Arnsteinn Ingi Jóhannsson ritari, Lúðvík Jóhannesson féhirðir, Guðmundur Þór Sigfússon gjaldkeri og síðan og ekki síst Ólafur Guðmundsson erlendur ritari. Einvala lið þarna á ferð og væntum við mikils af þeim á næsta starfsári og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

TS