Umdæmisstjóri á félagsmálafundi hjá Helgafelli.

Umdæmisstjóri á félagsmálafundi hjá Helgafelli.


Félagsmálafundur var haldin s.l fimmtudag hjá okkur Helgafellsfélögum, og hófst fundurinn að venju kl 19,30 með venjulegum fundastörfum og siðan var gefið matarhlé. Að loknum lestri fundagerðar var komið að aðalgesti kvöldsinns en það var Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri.
Ragnar ræddi um starfið og það sem væri á döfinni hjá hreyfingunni og líka var rætt um erlent samstarf sem hefur verið mikið í umræðunni, ásamt tryggingasjóði o.fl. Að loknu erindi bauð Ragnar upp á umræður um þessi mál, og svaraði hann spurningum frá félögum af röggsemi og skýrði einnig út fyrir mönnum margt sem bar á borð. Þetta var málefnalegur og góður fundur í alla staði og þökkum við Ragnari Erni fyrir fundinn og komuna til Eyja.

TS.
 
Fleiri myndir HÉR