Sælkerafundur Helgafells

Sælkerafundur Helgafells


Fimmtudaginn 15 mars hvar haldinn Sælkerafundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en á þeim fundum brjótum við upp hefðina og kaupum ekki matinn frá veitingarmanni heldur sjá kokkar klúbbsinns um matseldina, með aðstoð góðra manna við hráefnisöflun og fara þar sjómenn fremstir í flokki og eru þá aðallega sjávarréttir í boði en tveir kjötréttir eru hafði með, en með árunum virðist aðsókn í þá fara minkandi og eru menn orðnir hrifnari af fiskinum. Þessi fundur er almennur og því leyfilegt að hafa með sér gesti og var heildar mæting um átta tíu manns.
 Í uppahafi fundar var Birgir Sverrisson heiðraður með fánastöng klúbbsinns en það fá allir þeir félagar þegar þeir ná fimmtíu ára aldri, og var það fráfarandi forseti Birgir Guðjónsson sem afhenti stöngina.
Aðalgestir þessa fundar voru tveir heiðursmenn frá KSÍ þeir Þórir Hákonarsson og Ómar Smárason, og fluttu þeir félagar okkur fyrirlestur um fjármál sambandsinns og hin ýmsu mál landsliða KSÍ  og þetta mikla starf sem þarna er unnið. Þeir félagar svöruðu síðan fjölda fyrirspurna frá fundarmönnum af miklum myndarskap og létu fundarmenn vel af erindi þeirra félaga. 
Þessi fundur var með lengra móti hjá okkur enda vel tekið til matar síns þar sem hlaðborð var í boði og létu félagar vel af matnum og fundinum í heild og héldu sáttir heim um tíuleytið.
 
Myndir frá fundinum má nálgast HÉR