Andlát

Andlát


Félagi okkar í Helgafelli Halldór Guðbjörnsson lést þann 15 febrúar s.l  langt fyrir aldur fram aðeins 51 árs að aldri, en Halldór var búinn að berjast hetjulega við erfið veikindi um langt skeið. Halldór var mikil félagsvera og tók vikan þátt í félagsmálum , hann vann fyrir skipstjóra og stýrimannafélagið Verðanda til margra ára, þar sem hann var félagi, hann var virkur í Frímúrarareglunni og síðan og ekki síst mikill Kiwanismaður og gegndi ýmsum störfum fyrir klúbbinn. Hann gekk í Helgafell árið 1992 og gegndi störfum ritara starfsárið 1996 -1997 Halldór var erlendur ritari 2000 – 2001 og  gjaldkeri 2006 – 2007 og einnig synti Halldór ýmsum nefndarstörfum fyrir klúbbinn.


 

Eftirlifandi eiginkona  Halldórs er Helga Símonardóttir og eignuðust þau þrjú börn tvíburana Símon og Jóhann  og dótturina Önnu.
Við Kiwanisfélagar sendum Helgu og fjölskyldur innilegustu samúðarkveðjur um leið og við minnumst Halldórs með þökk og virðingu.

Tómas Sveinsson.