Fyrirlestur á almennum fundi hjá Helgafelli

Fyrirlestur á almennum fundi hjá Helgafelli


Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum þar sem haldinn var fyrirlestur um okkar dýrmæta hrygg og þá verki sem við fáum út frá honum sem kallast bakverkir. Það var félagi okkar Elías Jörundur Friðriksson sjúkraþjálfari sem flutti okkur þennan fróðlega fyrirlestur og í máli og myndum.
Elías fór vel yfir efnið og sýndi okkur m.a stöðu hryggsúlunar eftir því hvernig maður situr í það og það skiptið, og hvað er hægt að gera til að reyna að fyribyggja svona verki og reyna að fara vel með bakið.
Að loknu erindi Elíasar færði Magnús forseti okkar honum smá þakklætisvott frá okkur Helgafellsfélögum.