Fyrirlestur hjá Helgafelli

Fyrirlestur hjá Helgafelli


Almennur fundur var haldinn hjá Helgafelli s.l fimmtudagskvöld 2 febrúar, en á almennum fundum er leyfilegt að hafa með sér gesti. Aðalgestur kvöldsinns og fyrirlesari var Jóhanna Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
 
Jóhanna fór yfir stofnun og starfsemi Amnesty á íslandi og fræddi okkur um heimsverkefni þessa samtaka við góðar undirtektir fundarmanna enda erindið fróðlegt og gefandi, og Amnesty er að vinna frábært starf á heimsvísu. Jóhanna sagði líka frá verkefninu Bjargaðu mannslífi með farsímanum og má sjá allt um það hér að neðan með því að klikka á myndina af farsímanum.
Góð mæting var á fundinn eða rúmlega sextíu manns og létu þeir vel að erindi Jóhönnu sem bauð að loknu erindi upp á að svara spurningum frá fundarmönnum. Að loknu erindi afhenti forseti Helgafells Magnús Benónýsson  Jóhönnu smá þakklætisvott frá Helgafellsfélögum.
 
TS.