Jólafundur Helgafells og Sinawik

Jólafundur Helgafells og Sinawik


Í gærkvöldi, þrátt fyrir ófærð í bænum var haldinn jólafundur Helgafells sem jafnframt er sameiginlegur með Sinawikkonum. Góð mæting var miðað við aðstæður en 110 manns höfðu skráð þáttöku. Fundurinn var hefðbundinn, húsið var opnað kl 19.30 og byrjuðu gestir að steyma að tímanlega.
Magnús forseti setti fundinn á hefðbundinn hátt með upplestri afmælisdaga félaga og fór síðan með ljóð og að því loknu var matarhlé, þar sem gestir snæddu af dýrindis jólhlaðborði sem Sinawikkonur matreiddu, frábær matur hjá stelpunum sem fengu gott lófatak frá fundargestum.
Að loknu borðhaldi fór Sr. Kristján Björnsson félagi okkar með jólahugvekju  og síðan var komið að tónlistaratriði þar sem ungur herramaður héðan úr Eyjum Sindri Guðjónsson flutti nokkur lög og naut aðstoðar Bergvins Oddsonar í einu laganna. Að síðustu sungu fundargestir Heims um ból við undirleik Sindra og að því loknu sleit Magnús fundi og við tók hið sívinsæla BINGO sem fólk skemmti sér við fram eftir kvöldi enda glæsilegir vinningar í boði.

TS.

Myndir frá fundinu má nálgast HÉR.