Pökkun Jólasælgætis hjá Helgafelli

Pökkun Jólasælgætis hjá Helgafelli


Nú í kvöld komu félagar í Helgafelli ásamt börnum, barnabörnum, vinum og kunningum saman í Kiwanishúsinu, og var tilefnið að pakka jólasælgæti klúbbsinns, en sala jólasælgætis er okkar aðal fjáröflun. Það var handagangur í öskjunni klukkan átta þegar startið var gefið og pökkun hófst, og held ég að verkstæðið hjá jólasveininum komist ekki með tærnar  þar sem okkar lið er með hælana,
því á þremur stundarfjórðungum var sett í á annað þúsund öskjur, já geri aðrir betur, og viljum við koma fram þakklæti til allra þeirra sem komu að þessu í ár og jú sumir krakkanna eru búin að koma að þessu í mörg ár byrjuðu smá krakkar en eru komin á unglingsárin í dag.
Núna um helgina hefst síðan salan þar sem félagar ganga í hús, og vonandi taka bæjarbúar vel á móti okkur eins og ávalt, en þetta er búið að vera vinsælt nammi á mörgum heimilum til margra ára.
 
Myndir má nálgast með því að klikka HÉR