Nýr félagi og munstrað í stjórn og fyrirlestur.

Nýr félagi og munstrað í stjórn og fyrirlestur.


Á almennum fundi hjá Helgafelli fimmtudaginn 27. október síðastliðinn var tekinn inn einn nýr félagi.  Það var Kristófer H. Helgason sem var tekinn inn í klúbbinn en það voru þeir Magnús Benónýsson, forseti og Magnús Birgir Guðjónsson, fráfarandi forseti sem sáu um að taka inn nýja félagann.  Kristófer er boðinn velkominn til starfa hjá Helgafelli og væntum við mikils af þessum nýja félaga okkar.
Þá var Jóhann Ólafur Guðmundsson tekinn formlega inn í stjórn Helgafells en Jóhann var fjarverandi vegna anna við stjórnarskiptin á árshátíð.  Það vildi svo skemmtilega til að faðir hans og afi, Guðmundur Jóhannsson og Jóhann Ólafsson, sáu um að munstra peyjann í stjórn.  Jóhann Ólafur er féhirðir og en báðir hafa þeir Guðmundur og Jóhann eldri sinnt því embætti fyrir klúbbinn.  Jóhann Ólafur er því þriðji ættliðurinn sem tekur að sér starfið.
 
Á fundinum var Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja með erindi um Árna Árnason, símritara sem hafði lagt mikla vinnu í að safna sögu Vestmannaeyja hér á árum áður, m.a. um bjargveiðar Vestmannaeyinga.  Var gerður góður rómur að erindi Kára.
 
Fv. Birgir Guðjónsson og Kristófer Helgason
 
 
 
Fv. Guðmundur Jóhannsson, Jóhann Ó. Guðmundsson og
Jóhann Ólafsson
 
Jóhann nælir merki féhirðis í barnabarnið Jóhann Ólaf
 
F.v Magnús Benónýsson forseti  og Kári Bjarnason.