Nýr félagi hjá Helgafelli

Nýr félagi hjá Helgafelli


Félagsmálafundur var haldinn hjá Helgafelli sl fimmtudag 13.október en þar bar helst til tíðinda að munstra þurfti tvo menn í stjórn  sem voru fjarverandi við stjórnarskiptin en það voru þeir félagar Júlíus Ingason ritari og Egill Egilsson erlendur ritari. Það var fráfarandi svæðisstjóri Sögusvæðis sem sá um þetta embættisverk og honum til aðstoðar var Birgir Sveinsson umdæmisféhirðir.
 Einnig þurfti að afmunstra einn félagar úr fráfarandi stjórn en það var Geir Reynisson fráfarandi erlendur ritari. Síðan en ekki síst var einn nýr félagi tekinn inn í klúbbinn en það er Ríkharður Hrafnkelsson og bjóðum við hann velkominn til starfa og væntum við mikils af þessum nýja félaga okkar.
Þetta var fyrsti fundur nýrra stjórnar og greinilegt að kröftugt starf er framundan hjá stjórn Magnúsar Benónýssonar, og fundarsókn var með miklum ágætum.
 
Hér að neðan má nálgast myndir frá fundinum.