Stjórnarskipti og árshátíð Helgafells

Stjórnarskipti og árshátíð Helgafells


Stjórnarskipti í Helgafelli fóru fram laugardaginn 1 október að viðstöddu fjölmenni í Kiwanishúsinu við Strandveg. Húsið opnaði kl. 19.30 og var byrjað á fordrykk í kjallara þar sem tómstundaraðstaða Helgafellsfélaga er til húsa Þegar komið var í aðalsalinn setti forseti fund kl. 20.00 og eftir venjuleg fundastörf forseta afhenti hann fundarstjórn til Einars Friðþjófssonar fráfarandi forseta sem var veislustjóri kvöldsins. Að loknu smá gamanmáli frá veislustjóra var komið að borðhaldi, en boðið var uppá þriggja rétta máltíð frá Café María þar sem félagi okkar Stefán Ólafson ræður ríkjum.
Þrjár mætingarviðurkennigar voru veittar en þær hlutu Birgir Guðjónsson forseti, Sigurður Friðriksson og Gísli Valtýsson Svæðisstjóri Sögusvæðis. 6 nýjir félagar voru teknir inn í klúbbinn á Stjórnarskiptafundinum en þeir eru Andrés Sigurðsson, Árni Gunnarsson, Gestur Magnússon, Heiðar Egilsson, Ríkharður Stefánsson og Stefán Bjarnason og bjóðum við þessa félaga velkomna til starfa. Næst var komið að ávarpi forseta og að því loknu afhenti forseti Gísla Valtýssyni atorkubikarinn fyrir vel unninn störf fyrir klúbbinn ogl hreyfinguna. Næst var komið að stjórnarskiptum en þau voru í umsjá Gísla Valtýssonar vegna fjarveru Svæðisstjóra Sögusvæðir, og hóf Gísli athöfnina á því að afmunstra stjórn Birgis Guðjónssonar, og síðan var stjórn Magnúsar Benónýssonar vígð í embætti. Að loknum stjórnar skiptu flutti Magnús Benónýsson nýkjörinn forseti ávarp og stiklaði á stóru um sínar áherslur og hlaut veglegt lófatak að loknu ávarpi. Næst stigu á stokk hópur frá Leikfélagi Vestmannaeyja og flutti okkur nokkur lög úr söngleiknum Mama Mía við góðar undirtektir veislugesta. Endapunkturinn á skemmtidagskrá kvöldsinns var síðan klúbbsöngur okkar Helgafellsmanna það sem Guðmundur ÞB Ólafsson leiddi söngin af miklum skörungskap og veislugestir risu úr sætum og tóku virkan þátt í þessum fjöldasöng. Að lokum sleit nýkjörinn forseti fundi við tók hljómsveitin Dans á Rósum, og léku þeir fyrir dansi langt fram á nótt.
 
Myndir frá stjórnarskiptum má nálgast HÉR