Almennur fundur og ræðumaður hjá Helgafelli.

Almennur fundur og ræðumaður hjá Helgafelli.


Fimmtudaginn 24 mars s.l var almennur fundur hjá Helgafelli þar sem aðalgestur var Geir Jón Þórisson  yfirlögregluþjónn í Reykjavík.Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum , en undir liðnum afmælisdagar félaga var Gunnar Kristjánsson heiðraður með fánastönginni góðu en hann varð fimmtugur á dögunum.
Að loknu matarhléi kynnti forseti Geir Jón til leiks og eins og við var að búast fór karlinn á kostum með sögum af fyrri störfum í eyjum  svo sem vinnu í málarabúð og síðar lögreglustörfum, og kynni sín af eyjamönnum allmennt. Geir Jón er mikill Eyjamaður í sér og er búinn að festa kaup á húsi hér í bæ sem hann hyggst flytjast í þegar hann líkur störfum í lögreglunni í Reykjavík, og verður það tilhlökkunarefni að fá karinn heim aftur því það er ekki hægt að segja annað en að Geir Jón setji svip á mannlífið hvar sem hann kemur.
Félagar létu vel að erindi Geir Jóns og að venju færði Birgir Guðjónsson forseti honum smá gjöf sem þakklætisvott frá Helgafellsfélögum.
 
Gunnar með fánastöngina góðu
Birgir Guðjónsson forseti ásam Geir Jóni Þórissyni
 
Fleiri mynir frá fundinum hér